Viskukýrin

Viskukýrin er spurningakeppni haldin í febrúar árlega í matsal Ásgarðs á Hvanneyri. Spyrill keppnarinnar hefur verið Logi Bergmann frá upphafi og fer á kostum. Keppnin byggist upp á fjölbreyttum spurningum tengdum þeim námsgreinum sem kenndar eru í skólanum og almenn þekking. Keppnin er mikil skemmtun fyrir alla aldurshópa og vinsæl hjá nemendum og heimamönnum í Borgarbyggð. Allar deildir skólans senda inn þriggja manna lið sem keppast við starfsfólk, kennara og ýmis gestalið um Viskukúnna.

Keppnin var stofnuð árið 2004 af aðalviskukúnum Guðrúnu Bjarnadóttur, Ásmundi Daða Einarssyni og Eyjólfi Ingva Bjarnasyni. Hugmyndin var að hafa spurningakeppni á milli nemenda og kennara sem vatt uppá sig og er orðinn vinsæll árlegur viðburður í Borgarbyggð. Á keppniskvöldinu sjálfu eru keppendum boðið uppá mjólk úr Hvanneyrarfjósi og eru til sýnis ýmsir hlutir frá Landbúnaðarsafninu, vörur frá Ullarselinu og fleira sem skapar einstaka stemningu.

Helsta einkenni keppnarinnar er að á hverju ári er valinn nýborinn viskukálfur sem tekur á móti gestum og fær að fylgjast með keppninni, gestum til mikillar gleði og keppendum til lukku.

This slideshow requires JavaScript.

 

Auglýsingar