Leðjubolti

Í september ár hvert er haldið leðjuboltamót á bökkum Hvítár. Allar deildir taka þátt í keppninni og er keppt í drullugum fótboltaleik með einföldum reglum, allir eiga að skemmta sér og engin leiðindi! Keppnin er hörkuspennandi en stundum ná liðin að múta dómurunum en gleðin er alltaf við völd. Að keppa í leðjuboltanum er drullug og stórskemmtileg upplifun sem enginn má missa af! Um kvöldið þegar allir hafa skolað af sér drulluna er svo haldið á Leðjuboltaball.

Hér má skoða myndir frá leðjuboltamótinu 2014 þegar lið umhverfisskipulags sigraði eftir harða og skemmtilega keppni.

Auglýsingar