Árshátíð

Árshátíð er haldin í nóvember ár hvert og koma þá allir nemendur saman í sínu fínasta pússi og skemmta sér hátíðlega. Hefð hefur einnig verið fyrir að nýútskrifaðir nemendur komi á árshátíðina og rifji upp gamla takta.

Á árshátíð skemmta sér allir konunglega og eignast ógleymanlegar minningar  með vinum og samnemendum. Borðaður er dýrindis veislumatur, nemendur flytja ýmis skemmtiatriði, árshátíðarmyndband er sýnt og dansað er langt fram eftir nóttu á stórdansleik.

Hægt er að skoða stórglæsilegar myndir frá árshátíð 2014 sem var haldin í Þinghamar hér og hér. Einnig er hægt að sjá frá 2015 árshátiðinni.

Hér má horfa á stórskemmtileg árshátíðarmyndbönd frá árunum 2013, 2014 og 2015.

Auglýsingar