Viðburðir

Viðburðir nemendafélagsins eru skipulagðir af skemmtinefnd undir stjórn skemmtanastjóra. Allir nemendur skólans eru velkomnir enda viðburðirnir tækifæri til að kynnast, hafa gaman og skapa skemmtilegar minningar.

Hér að neðan má lesa um helstu viðburði skólaársins en einnig er hægt að nálgast upplýsingar um það sem er á döfinni hér. Nokkrir klúbbar eru einnig starfræktir og halda þeir skemmtilega viðburði, lesa má um þá hér.

 

Auglýsingar

Nýnemagrill

Í nýnemaviku háskóladeilda er slegið upp grillveislu þar sem allir koma með sitt á grillið, hafa gaman og kynnast samnemendum sínum. Þannig býður nemendafélagið nýnema velkomna með fyrsta viðburði skólaársins. Síðustu ár hefur grillveislan verið haldin í gömlu nautastöðinni við Vatnshamravatn og er skemmtileg upplifun að spjalla og skemmta sér  í gamla fjósinu.

Nýnemasprell

Þegar allir nýnemar eru mættir á Hvanneyri, háskóladeildir og búfræði eitt, er haldinn skemmtilegur ratleikur um svæðið. Skipt er hópnum í nokkur lið og vinna allir saman að því að leysa ýmsar fjölbreyttar þrautir. Ratleikurinn er skemmtileg leið fyrir alla til að kynnast og hafa gaman saman. Að kvöldi eru svo haldin deildarpartý þar sem deildirnar … Halda áfram að lesa: Nýnemasprell

Þemapartý

Ýmis þemapartý eru haldin á hverju skólaári sem öll hafa slegið í gegn og allir skemmt sér konunglega í hinum ýmsu búningum. Partýin hafa ýmist verið haldin á Kollubar eða á Club Nautastöðin, gömlu nautastöðinni við Vatnshamravatn. Sem dæmi má nefna Halloween búningapartý, fullt tungl neonpartý, 90’s partý, nýársfögnuður, rokkþema og sveitaþema.

Leðjubolti

Í september ár hvert er haldið leðjuboltamót á bökkum Hvítár. Allar deildir taka þátt í keppninni og er keppt í drullugum fótboltaleik með einföldum reglum, allir eiga að skemmta sér og engin leiðindi! Keppnin er hörkuspennandi en stundum ná liðin að múta dómurunum en gleðin er alltaf við völd. Að keppa í leðjuboltanum er drullug og … Halda áfram að lesa: Leðjubolti

Árshátíð

Árshátíð er haldin í nóvember ár hvert og koma þá allir nemendur saman í sínu fínasta pússi og skemmta sér hátíðlega. Hefð hefur einnig verið fyrir að nýútskrifaðir nemendur komi á árshátíðina og rifji upp gamla takta. Á árshátíð skemmta sér allir konunglega og eignast ógleymanlegar minningar  með vinum og samnemendum. Borðaður er dýrindis veislumatur, … Halda áfram að lesa: Árshátíð

Viskukýrin

Viskukýrin er spurningakeppni haldin í febrúar árlega í matsal Ásgarðs á Hvanneyri. Spyrill keppnarinnar hefur verið Logi Bergmann frá upphafi og fer á kostum. Keppnin byggist upp á fjölbreyttum spurningum tengdum þeim námsgreinum sem kenndar eru í skólanum og almenn þekking. Keppnin er mikil skemmtun fyrir alla aldurshópa og vinsæl hjá nemendum og heimamönnum í … Halda áfram að lesa: Viskukýrin