Nýnemar

Við bjóðum alla nýnema velkomna í skólann!

Á heimasíðu skólans má nálgast ýmsar upplýsingar sem geta gagnast nýnemum.

Nemendafélag Landbúnaðarháskólans heldur uppi öflugu félagslífi og tekur kærlega vel á móti öllum nýnemum.

Á nýnemadegi halda meðlimir úr stjórn félagsins stutta kynningu um störf félagsins og gefst nýnemum kostur á að fá svör við spurningum sínum. Í nýnemaviku er boðið uppá að hittast úti og fara í ýmsa hópeflisleiki til að kynnast og hafa gaman. Á fimmtudegi í nýnemaviku háskóladeilda er haldin grillveisla og í nýnemaviku búfræðideildar er öllum nýnemum boðið að taka þátt í skemmtilegum ratleik um Hvanneyri. Upplýsingar um viðburði má nálgast hér.

Nemendasamfélagið er skemmtilegt og persónulegt og eru allir velkomnir!

Ef einhverjar spurningar vakna, um hvað sem er, endilega hafið samband við stjórn nemendafélagsins en upplýsingar um stjórnina má nálgast hér.

 

 

Auglýsingar