Myndir

Hér má skoða myndir úr skólalífi og frá viðburðum á Hvanneyri. Bendum einnig á Facebook síðu og Instagram aðgang okkar en þar setjum við einnig inn myndir.

Hvetjum ykkur til að senda okkur inn myndir ef þið eigið einhverja gullmola á studentarad@lbhi.is

Auglýsingar

Leðjuboltinn 2014

Leðjuboltamót var haldið fimmtudaginn 18. september 2014 í blíðskaparveðri. Keppnin fór fram við bakka Hvítár og fór það svo að lið Umhverfisskipulags sigraði eftir æsispennandi keppni og mútun dómara. Allt fór fram stórslysalaust og fóru allir drullugir og sáttir heim. Myndirnar frá keppninni eru teknar af skiptinemanum Alexander Keil.

Árshátíð 2014

Árshátíð var haldin laugardagskvöldið 22. nóvember 2014 í félagsheimilinu Þinghamar að Varmalandi. Þar mættu allir í sínu fínasta og skemmtu sér hátíðlega. Dýrindis veislumatur frá Hraunsnefi var í boði, skemmtikrafturinn Jóhannes Kristjánsson sá um veislustjórn, nemendur sáu um skemmtiatriði og að lokum var slegið upp stórdansleik með hljómsveitinni Stuðlabandið langt fram eftir nóttu. Myndirnar eru … Halda áfram að lesa: Árshátíð 2014