LÍS

Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands er aðildarfélag að Landsamtökum íslenskra stúdenta (LÍS). Í framkvæmdastjórn sitja tveir fulltrúar nemenda frá skólanum, þeir Jakob Wayne Víkingur Robertson og Jóhann Már Berry.

SFA

Um samtökin
Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS (ell í ess), voru stofnuð á haustmánuðum árið 2013. Anna Marsibil Clausen, fyrsti formaður samtakanna, sá að miklu leyti um stofnsetninguna og er þetta í fyrsta sinn sem stúdentasamtök af öllu landinu hafa sameiginlegan vettvang til þess að ræða málin. Stofnun LÍS var því stórt skref í hagsmunabaráttu háskólanema á Íslandi enda höfum við sameiginlegra hagsmuna að gæta og saman getum við haft meiri áhrif en öll í sitthvoru lagi.

Framkvæmdastjórn LÍS samanstendur eins og er af 14 fulltrúum úr 7 aðildarfélögum samtakanna og af formanni sem er hlutlaus aðili. Um helgina verður lögð fyrir þingið aðildarumsókn Hólaskóla og verði hún samþykkt taka tveir fulltrúar þeirra sæti í framkvæmdastjórn á þinginu. Fulltrúar í framkvæmdastjórn eru skipaðir til tveggja ára. Því er helmingur núverandi framkvæmdastjórnar að fara að hætta eftir þingið og koma inn nýjir fulltrúar í þeirra stað.

Starfsárið 2014-2015 sátu í framkvæmdastjórn LÍS:
Jórunn Pála Jónasdóttir, formaður
Nanna Elísa Jakobsdóttir (SHÍ)
Jakob Wayne Víkingur Robertson (NFLBHÍ)
Helga Margrét Friðriksdóttir (NFHB)
Birgir Marteinsson (FSHA)
Daníel Bachmann (NFLHÍ)
Anita Brá Ingvadóttir (SFHR)
Árni Þórólfur Árnason (SFHR)
Baldur Ólafsson (SÍNE)
Helga Lind Mar (SHÍ)
Iona Sjöfn (NFLHÍ)
Ívar Örn Þráinsson (NFHB)
Jóhann Gunnar Þórarinsson (SÍNE)
Silja Yraola (NFLBHÍ)
Valdemar Karl Kristinsson (FSHA)

Markmið og tilgangur LÍS
Hlutverk samtakanna er að:

  1. Standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á alþjóðavettvangi.
  2. Skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög og vera þátttakandi í alþjóðlegu hagsmunasamstarfi háskólanema.
  3. Vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum.

Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s