Menningarklúbbur

Á haustdögum 2014 tóku nokkrir nýnemar sig til með það að markmiði að efla menningarstarf fyrir nemendur á Hvanneyri. Haldnir voru fundir í Skemmuni sem er safnaðarheimili á Hvanneyri og voru haldnir tveir viðburðir um haustið. Haldið var spilakvöld þar sem spiluð voru fjölbreytt borðspil og PechaKucha fyrirlestrarkvöld.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um að vera í menningarklúbb eða koma með hugmyndir að viðburðum með því að hafa samband við skemmtanastjóra nemendafélagsins.

Auglýsingar