Hrútavinafélagið Hreðjar

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað á haustdögum 2003 við hátíðlega athöfn. Markmið félagsins er að efla og auka áhuga á íslenskri sauðfjárrækt, koma af stað umræðu um framtíðarsýn og möguleika greinarinnar og halda ýmsa viðburði á hverju ári.

Félagsaðild í félagið getur hinn almenni nemandi öðlast með því að kaupa hlut í kynbótahrút þeim sem félagið á hverju sinni. Hægt er að kaupa hlut á Hrútauppboði sem er haldið í nóvember ár hvert.

Hrútavinafélagið skipuleggur fjóra viðburði á hverju skólaári sem eru opnir öllum nemendum skólans: Dalaferð, Hrútauppboð, Hreðjarsferð og býður í Hreðjarsgrill að vori. Hreðjarsferð er dagsferð þar sem farið er um sveitir landsins.

Ný stjórn Hreðjars er valin á hverju skólaári.
Hægt er að hafa samband við stjórn á hredjar@lbhi.is og á facebook

Stjórn Hrútavinafélagsins Hreðjars 2015-2016 skipa
Halldóra Halldórsdóttir (búfræði 2), Sigríður Embla Heiðmarsdóttir (UMSK), Elís Guðmundsson (UMSK), Markús Ingi Jóhannsson (búfræði 2),  Aðalheiður Björt Unnarsdóttir (búfræði 2), Jón Atli Jónsson (búfræði 1) og Silja Rún Stefánsdóttir(búfræði 1)

Auglýsingar