Hestamannafélagið Grani

Hestamannafélagið Grani er í dag starfrækt af nemendum Landbúnaðarháskólans, en er einnig opið starfsfólki og staðarbúum á Hvanneyri sem þess óska.

Starfsemi hestamannafélagsins Grana felst til dæmis í því að skipuleggja Skeifukeppni Grana (sem er stærsti árlegi viðburður á vegum félagsins), halda vetrarmót, halda fyrirlestra og fræðslufundi, standa fyrirýmiskonar ferðum og halda hestamennsku á Hvanneyri í hávegum.

Hestamannafélagið Grani var stofnað árið1954 fyrir tilstilli Gunnars Bjarnasonar, þáverandi kennara á Hvanneyri, og nemenda hans við skólann sem höfðu áhuga á hestamennsku. Í febrúar árið 1951 hóf Gunnar að kenna tamningar og reiðmennsku við skólann, fyrstur manna á Íslandi. Nemendur sýndu námi í tamningum mikinn áhuga, þó að aðstaða og húsakynni hafi í fyrstu verið af skornum skammti.

Árið 1957 var Morgunblaðsskeifan veitt í fyrsta skipti. Hún er veitt þeim nemanda sem hæstu einkunn hlýtur fyrir tamningar. Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega og þykir hinn mesti heiður að vera handhafi hennar.

Stjórn Grana 2015-2016 skipar

Formaður: Karen Björg Gestsdóttir
Varaformaður: Sigríður Þorvaldsdóttir
Gjaldkeri:  Auður Ingimundardóttir
Ritari: Þorbjörg Helga
Meðstjórnendur
Jón Kristján Sæmundsson
Markús Ingi Jóhannsson
Rakel Ösp Elvarsdóttir

Hægt er að senda stjórn Grana póst á netfangið grani@lbhi.is

Auglýsingar