Klúbbastarf

Nemendafélag Landbúnaðarháskólans skipuleggur og heldur fjölbreytta viðburði reglulega á Hvanneyri með það að markmiði að allir hafi gaman og kynnist samnemendum sínum. Þrír klúbbar eru einnig starfræktir og sjá um fjölbreytta og skemmtilega viðburði á hverju ári. Hér má lesa til um starfsemi klúbbana sem eru Búfjárræktarklúbbur, ÍþróttaráðHestamannafélagið GraniHrútavinafélagið Hreðjar, Kúavinafélagið Baula og Menningarklúbbur.

Hvetjum þá sem hafa hugmyndir af sniðugum og skemmtilegum klúbbum eða viðburðum að hafa samband við stjórn nemendafélagsins hér. Í gegnum tíðina hafa verið starfræktir hinir ýmsu klúbbar og félög og hvetjum við áhugasama að kýla á þetta!

Auglýsingar

Hrútavinafélagið Hreðjar

Hrútavinafélagið Hreðjar var stofnað á haustdögum 2003 við hátíðlega athöfn. Markmið félagsins er að efla og auka áhuga á íslenskri sauðfjárrækt, koma af stað umræðu um framtíðarsýn og möguleika greinarinnar og halda ýmsa viðburði á hverju ári. Félagsaðild í félagið getur hinn almenni nemandi öðlast með því að kaupa hlut í kynbótahrút þeim sem félagið … Halda áfram að lesa: Hrútavinafélagið Hreðjar

Búfjárræktarklúbburinn

Búfjárræktarklúbburinn býður uppá búfjárræktarferð ár hvert. Ferðin er helgarferð sem er skipulögð af nemendum á öðru ári í Búfræði og er opin öllum nemendum skólans. Ferðast er um sveitir landsins og fyrirtæki og fjölbreytt býli heimsótt.  

Hestamannafélagið Grani

Hestamannafélagið Grani er í dag starfrækt af nemendum Landbúnaðarháskólans, en er einnig opið starfsfólki og staðarbúum á Hvanneyri sem þess óska. Starfsemi hestamannafélagsins Grana felst til dæmis í því að skipuleggja Skeifukeppni Grana (sem er stærsti árlegi viðburður á vegum félagsins), halda vetrarmót, halda fyrirlestra og fræðslufundi, standa fyrirýmiskonar ferðum og halda hestamennsku á Hvanneyri … Halda áfram að lesa: Hestamannafélagið Grani

Íþróttaráð

Íþróttaráð heldur utan um æfingatíma í íþróttahöllinni á Hvanneyri en einnig er líkamsræktaraðstaða í kjallara Ásgarðs sem skólinn rekur, það er frítt í ræktina fyrir nemendur og starfsmenn. Íþróttaráð tekur einnig þátt í skipulagningu Leðjubolta að hausti og Bjórbolta að vori í samvinnu við skemmtinefnd. Hefð er orðin fyrir að halda bandýæfingar í höllinni og er skemmtilegt … Halda áfram að lesa: Íþróttaráð

Menningarklúbbur

Á haustdögum 2014 tóku nokkrir nýnemar sig til með það að markmiði að efla menningarstarf fyrir nemendur á Hvanneyri. Haldnir voru fundir í Skemmuni sem er safnaðarheimili á Hvanneyri og voru haldnir tveir viðburðir um haustið. Haldið var spilakvöld þar sem spiluð voru fjölbreytt borðspil og PechaKucha fyrirlestrarkvöld. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um … Halda áfram að lesa: Menningarklúbbur

Kúavinafélagið Baula

Kúavinafélagið Baula var stofnað á vordögum 2016 við hátíðlega athöfn. Markmið félagsins er að efla og auka áhuga á íslenskri nautgriparækt, koma af stað umræðu um framtíðarsýn og möguleika greinarinnar og halda ýmsa viðburði á hverju ári.   Ný stjórn Baulu er valin á hverju skólaári. Hægt er að hafa samband við stjórn á baula@lbhi.is og … Halda áfram að lesa: Kúavinafélagið Baula